Hús með tveimur píanóum og hitaðri sundlaug á góðum stað í S-Frakkalandi
A house with two pianos and a heated swimming pool in Esparron de Verdon
&
Endurgerður bóndabær í fjalllendi Auvergne

Converted farmhouse in the mountains of Auvergne

Á Íslandi við ysta haf
okkur líður jafnan vel
þó er verra að þreyja af
þegar koma norðanél

Til að auka afl og skrið
Og innra ljós er blíðan þver
Út til Frakklands fórum við
Fyrri hluta desember

Maður heitir Ármann Örn
Ármannsson, hann býr í Frans
Á flygil stundum tekur törn
Og tökin eru listamanns.

Elskar lífið alla stund
Ástin hans er Nathalie
Töfrar hennar létta lund
Ljómar veröld öll á ný.

Hér var gengið skokkað skrölt
Skoðuð fjöll og vötn og tré
Fráleitt voru á fótum völt
Frækin pör í blíðunne

Fjallaþorpið franska á
Fegur sem er engu lík
Sést þó lítið samt seem má
Samjafna við Reykjavík

Hér er fegurð, friður, dýrð
Er fangar hug á þessum stað
Með orðum verður ekki skýrð
Einlæg þökk er fest á blað.


Sr Hjálmar Jónsson


 

Esparron de Verdon is a jewel hidden in the heart of upper Provence. The village sits at an altitude of around 350 meters beside a lake, the Lac d’Esparron. The lake, though nobody would guess today, was made by the French National Electricity Corporation in the sixties and has completely changed the nature of the village for the better. As in many French villages Esparron de Verdon was built around a castle, this particular castle dates from the 12th century and is almost unique in that the original family of the Counts de Castellane still live there.

In former times the main income of the Lord was a tax levied on every sheep that crossed the bridge that traversed the Gorge de Verdon a bridge that now lies 30 meters below the water. At that time the custom was (and still is) to move all the sheep of lower Provence (as far as Arles) to the Alpes during the summer and the road passed through Esparron.

A painting from Esparron de Verdon
 

"the life in this wonderful village is truly peaceful"
- Armann Örn -
 

Efra Provence
Margir eru þeir staðir í Evrópu sem liggja utan alfaraleiða íslenskra ferðalanga. Einn þeirra er efra-Provence í Frakklandi. Þessu sýsla sem liggur í Provence héraði hefur þó á ýmsan hátt sterkari samsvörun til Íslands en mörg önnur landsvæði þó vissulega sé þar einnig margt ólíkt. Umfram annað býr hún yfir mikilli náttúrufegurð, merkilegum söguminjum og sérstæðu mannlífi. Þá má heldur ekki gleyma að veðursæld er þar mikil en sólardagar nálgast 300 daga á ári. Landið er hrjóstrugt en grænt. Sígræna eikin ræður skóginum og á sléttunnum sem eru á hæðum fjallanna er ræktað hveiti og ólífur, en lavender í hlíðum og dölum. Fjallasýn er alls staðar stórkostleg eins og á Íslandi og landið er strjálbýlt.

Hér er ekki talað um þorskkóta þegar rætt er um ríkidæmi eins og á Fróni heldur er orð fyrir peninga hveiti (blé). Í efra Provence eru bóndabýli á víð og dreif en þorp eru fjölmörg og nokkrir stærri bæir svo sem Digne les Bains, Sisteron og Manosque. Skíðastaðir Provence Alpanna eru í sýslunni og eru margir mjög góðir með yfir 50 lyftum hver. Sökum veðurlagsins eru þeir almennt opnir frá jólum og fram til febrúarloka.

Þorpið Esparron de Verdon
Undirritaður hefur um skeið átt sitt annað heimili i litlu þorpi sem heitir Esparron de Verdon í efra Provence. Þorp þetta er vinsæll ferðamannastaður yfir sumartímann einkum þó í júlí og ágúst. Ekki af þeim sökum að veður sé betra þá en á öðrum tímum heldur taka Evrópubúar sín sumarfrí almennt á þeim tíma.

Þorpið stendur við vatn sem franska Landsvirkjun (EDF) lét mynda með því að stífla ána Verdon og hækka vatnsborðið um nær 30 metra. Varð þannig þetta gamla fjallaþorp sem byggt er umhverfis gamlan kastala allt í einu að vinsælum strandbæ. Á vatninu eru siglingar mikið stundaðar bæði á seglbátum og vélbátum en aðeins eru leyfðir vélbátar með rafmótora svo enginn hávaði truflar. Vatnið er þægilegt til sunds frá maí fram í október en á öðrum tímum eru fáir nema íslenskir víkingar sem leggja á sig sundiðkun þarna en vatnshiti fer þó aldrei undir tíu stig en upp undir þrjátíu yfir sumarið. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort þau landspjöll sem menn héldu að hefðu orðið við að sökkva einhverju af grjótinu á hálendinu við fyrirhugað uppistöðulón hefði nú ekki getað orðið til þess að auka aðdráttarafl hálendisins í stað þess að valda spjöllum, en það er önnur saga.

- Ármann Örn
 

Lestu hér það sem fyrrverandi gestir hafa skrifað

ABOUT THE AREA
Upper Provence has a landscape all of its own.It is green all year but the soil is poor and the climate dry.On the high plains they cultivate wheat lavender and wine whilst in the valleys olives, fruits and vegetables are grown.

Cultural heritage is abundant from the Romans, The Knights Temple’s etc. etc. People have been living here for a very long time.

In winter it is but a short distance to some wonderful skiing resorts whilst in summer we are 1 hour from St Tropez.The lake is now a great attraction for all kinds of non motorised water sports (electric outboards only). A 6.40 meter sailing boat can be included in the rent free of charge but a permit is necessary.

The village is small but has 3 good restaurants, shops a folklore museum a pottery and an artists studio as well as a community hall where dances and other activities take place and also where the Provence Iceland Music Festivals have been held for the last 6 years. Click for the agenda.

The real heart of the village are the boules field where the locals play pétanque almost every day of the year except when it rains (maybe 15 times a year).

The life in this wonderful village is truly peaceful.

 


 
Allar upplýsingar eru hjá Ármanni Erni
All information here: Mr. Armannson
Tous l'information ici Mr. Armannson
sponsor
Free Hit Counters
sponsor