Hressa útivistarfólk

Það var einu sinni saga um Paradís og hún getur verið sönn! Hér hjá okkur skín sólin hæfilega flesta daga ársins. Það er raunar heldur heitt í júlí og ágúst en þá koma allir Frakkar hingað í leit að Paradís.  Hina tíu mánuði ársins erum við aðeins með ferðamenn sem vita hvenær best er að upplifa dýrð okkar náttúru.

Við viljum bjóða til okkar litlum hópum útivistarfólks, sem elskar að hjóla, ganga, róa eða sigla. Elskar villta en samt blíða náttúru og blómskrúð árið umkring.  Hér eru ótal hjólaleiðir með brekkum, beygjum og tilbehör, stuttar 25 km eða lengri 50 km eða enn lengri 100 km o.s.frv. Þær liggja um hásléttur efra-provence eða gljúfur og dali. Blómgun trjánna fyrst Mímósanna niður við strönd Mare Nostrum í febrúar og síðan öll möndlu og ávaxtatrén í mars-apríl og kirsuberjatrén í apríl-maí.

https://ffvelo.fr/randonner-a-velo/

Það er allt í boði, erfitt eða auðvelt, og bland í poka. Við hjón róum að minnsta kosti vikulega í vatni hér nálægt Lac St. Croix de Verdon og þar er allt til kappróðurs og sportsiglinga. Við bjóðum ykkur þangað með okkar félagsaðild ef ykkur langar að prófa kappróður eða seglsiglingar en segladeildin opnar ekki fyrr en í mars. Við róðararhópurinn förum svo reglulega c.a. fjórum sinnum á vetri í göngudaga og þekkjum því flestar leiðir hér margar um gljúfur og aðrar um dali.

Við bjóðum ykkur að dvelja hjá okkur í sex manna hóp eða ef þið eruð fleiri hefur Paul okkar næsti nágranni pláss fyrir tíu og Gerald okkar fyrrum bæjarstjóri pláss fyrir 4-5. Við bjóðum uppá gistingu og morgunmat auk afnota af sundlauginni þegar komið er fram í mars-apríl eftir veðri. Verðlagi okkar er í hóf stillt en gestrisni okkar til ykkar er vonandi hlý.

Einn kvöldverður er innifalinn í verði en við getum boðið fleiri kvöld ef þið óskið. Sumir hafa sagt að besta eldhúsið í efra Provence sé í Brekkukotinu okkar en það eru ýkjur. Við bjóðumst til að útvega ykkur bílaleigubíl ef þið óskið þess nú eða sækja ykkur á okkar bílum. Héðan er einnig stutt að fara ( 3 tímar) á skíði í S-Alpana, sem eru að mínu mati yndislegasta skíðasvæði Evrópu og ég hef reynt þau flest. Okkar uppáhaldsskíðastaður er Praloup

Hafðu endilega samband við Ármann ef þú hefur frekari spurningar.

Golf

Það er um 45 mínútna akstur til næsta golfvallar frá okkar þorpi, en það er Golf de Luberon og þú munt ekki verða fyrir vonbrigðum.

Brautin er par 72 og sumar holurnar í níunni eru mjög krefjandi. Þetta er mikið af hæðum of erfiðu labbi en þú getur keypt þér caddie.

Veitingastaðurinn er frábær og andrúmsloftið einnig. Það get ég vottað sem kann ekki golf.